föstudagur, nóvember 2

ég fer í fríið...

annaK mín komin heim sem og sambýlingurinn, báðar frá fyrirheitnalandinu góða sem ég hef ekki heimsótt enn á þessu ári.

elsa vinkona og fallega prinsessan ólafía komu í mat í gær, yndislegur gleðigjafi sem þær eru... og mmm. fiskurinn frá fylgifiskum klikkaði ekki frekar en fyrri daginn. alltaf svo gott þegar við hittumst, það endurnærir hjarta og sál.

ég og hemmi ætlum að fara hringinn um helgina!
honum fannst það alger ógjörningur að stelpan sé að verða 25 ára og hefur aldrei farið hringinn svo hann ætlar að bæta úr því!
ég smurði nesti eins og óð manneksja í gær og munum við taka með okkur
-djónsís tuna salad
- hummus ala sigga
- mini donuts
- chili kökur
-berry smoothies
- honey nut cheerios og rúsínur í poka
- pez
- hrísgrjónasalat ala mamma íris
og fullt af vínberjum, jarðaberjum og ferskum anananas.
Þetta verður healthy útilega með meiru!

hermz græjaði jeppa og gistingu og ég fæ að koma með og taka myndir og segja vá og hlusta af athygli þegar hann bendir mér á ÖLL fjöllinn og annað markvert sem mun reka fyrir augum vor.

ég er að tapa mér mig hlakkar svo til.

verð sótt í borgartúnið kl.16.30 og við munum leggja af stað kl.17 tímanlega í ævintýrið.
getekkibeðið!

jæja best að fara gera eitthvað sniðug.

við fórum í gegnum gamla muni í bílskúrnum hennar mömmu um daginn. við erum að tala um kassa frá fyrri sambúð. trip down little memory lane.. hermz opnaði stóra svarta ruslapokann og af 8 kössum hélt ég tveimur. út með gamalt og inn með nýtt. held reyndar hann hafi fengið smá áfall þegar star wars kallarnir fóru að koma upp hver á fætur öðrum... og plast sólblóm.. og gamlar dagbækur... hmmm. hent. öllu saman. nema stóra fallega darth wader, hann er collectors iteam. svo get ég líka ekki hent bara öllu dótinu mínu. reyndar fékk ég að halda öllu böngsunum. það þarf bara að þvo þá. care bears, ET og guðrún marín frá olden days, fullir af ryki og drulli og hafa ekki verið knúsaðir í fleiri fleiri ár... breyting mun verða hér á.

london eftir 19 daga :)

fékk gjafabréf í kringluna frá vinkonum hennar mömmu, því var vel eytt í ofsalega fallegan Atlas sem er í stíl við ferðabókina sem eiki minn gaf mér...
ævintýrin og plönin eru hafin!

siggadögg
-sem hefur fundið hamingjuna og sendi út JÓLAGJAFALISTANN 2007 í vikunni-

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

asakaðu, hentirðu dagbókum??? Say it ain't so.
Yrsa

eks sagði...

en en en en en en það má ekki henda gömlum dagbókum HA!!!

Takk sömleiðis fyrir brillíant kvöld :)